Jóni og Kolbrúnu fagnað í Leifsstöð


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson og Kolbrún Alda Stefánsdóttir komu til Íslands í gær eftir vaska frammistöðu á Global Games á Ítalíu. Með þeim í för voru Helena Hrund Ingimundardóttir sundþjálfari og Ingi Þór Einarsson formaður sundnefndar ÍF og annnar tveggja landsliðsþjálfara ÍF í sundi.

Það var Jóhann Arnarson meðlimur í stjórn Íþróttasambands fatlaðra sem tók á móti hópnum í Leifsstöð í gær og afhenti ferðalöngunum forláta blómvendi.

Mynd frá vinstri: Helena Hrund Ingimundardóttir, sundþjálfari, Kolbrún Alda Stefánsdóttir, sundmaður, Jón Margeir Sverrisson, sundmaður, Ingi Þór Einarsson landsliðsþjálfari og Jóhann Arnarson stjórnarmaður ÍF.