Annað silfur hjá Jóni


Um helgina landaði Jón Margeir sínum öðrum silfurverðlaunum í sundi á Global Games sem nú standa yfir á Ítalíu. Þá var Kolbrún Alda í lauginni í morgun og Jón keppir í 1500m. skriðsundi síðar í dag.

Í gær tóku Jón og Kolbrún þátt í undanrásum í 100m. baksundi og höfnuðu bæði í 15. sæti og komust því ekki í úrslit. Jón synti á tímanum 1.13,76mín. og Kolbrún á 1.28,41mín.

Í 100m. skriðsundi synti Jón á 57,35 sek. í undanrásum en svo á 57,00 í úrslitum sem er skammt frá Íslandsmeti hans, 56,97 sek. Þessi tími dugði Jóni til silfurverðlauna og voru þetta hans önnur silfurverðlaun á mótinu.

Kolbrún Alda hafnaði í 5. sæti í 100m. skriðsundi á tímanum 1.10,69 mín. og bætti hún sig um rúma sekúndu frá því í úrslitum um morguninn. Kolbrún er þá farin að gera verulega atlögu að Íslandsmetinu í 100m. skriðsundi í flokki S14 en það á Karen Björg Gísladóttir á tímanum 1.09,43 mín.

Kolbrún keppti svo í 50m. baksundi í morgun og bætti tímann sinn, varð í 9. sæti og því ekki í úrslitum síðdegis nema einhver skrái sig út. Jón Margeir keppir í 1500m skriðsundi síðdegis.

Mynd/ Sverrir Gíslason: Jón Margeir fær afhent silfurverðlaunin fyrir árangur sinn í 100m. skriðsundi í gær.