Kolbrún sjötta í 200m. skriðsundi


Í gærkvöldi synti Kolbrún Alda Stefánsdóttir til úrslita í 200m. skriðsundi á Global Games á Ítalíu. Leikarnir eru Heimsleikar íþróttamanna með þroskahömlun og eru Kolbrún og Jón Margeir Sverrisson fulltrúar Íslands á mótinu.

Kolbrún var áttunda inn í úrslit á tímanum 2:30,83 mín. sem er nýtt Íslandsmet en í úrslitunum í gær synti hún á 2:30,97 mín. og hafnaði í 6. sæti. Kolbrún og Jón frá frí í dag en á morgun keppa þau bæði í 400m. skriðsundi.

Mynd/ Sverrir Gíslason: Kolbrún ásamt Inga Þór Einarssyni landsliðsþjálfara og formanni sundnefndar ÍF.