Jón Margeir og Kolbrún keppa á Global Games: Jón stefnir á heimsmet


 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Ísland sendir tvo fulltrúa á Global Games sem fram fara á Ítalíu dagana 24. september – 4. október næstkomandi. Sundmennirnir Jón Margeir Sverrisson Ösp/Fjölnir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir, Fjörður, verða fulltrúar okkar ytra en með þeim í för verða Ingi Þór Einarsson og Helena Hrund Ingimundardóttir.

Jón Margeir keppir í 50, 100, 200, 400 og 1500m. skriðsundi og 100m baksundi en Kolbrún keppir í 50, 100, 200 og 400m. skriðsundi og 50 og 100m. baksundi.

Við ræddum við keppendur og þjálfara og fengum smjörþefinn af þeirra áformum á Ítalíu og Jón Margeir fór ekkert í grafgötur með hlutina, kappinn ætlar að setja nýtt heimsmet í 1500m. skriðsundi!

Sjá viðtölin hér