Ungmennahópurinn kominn á fullt: Áhugasamir hvattir til að mæta


Ungmennahópurinn í frjálsum 13 ára og yngri er kominn á fulla ferð og æfir tvisvar sinnum í viku undir stjórn Ingólfs Guðjónssonar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Æfingarnar eru á æfingatíma hjá Íþróttafélaginu Ösp. Hópurinn er sprottinn úr samstarfsverkefni ÍF og Össurar í þeirri viðleitni að fá fleiri iðkendur í yngstu aldurshópana í íþróttastarfi fatlaðra.

Heimasíða ÍF leit við á æfingu á dögunum og setti saman þessar klippur.

Æfingarnar eru fyrir hreyfihömluð, sjónskert/blind ungmenni og er næsta æfing á þriðjudagskvöld á slaginu 19:00. Öllum sem við á er frjálst að mæta á æfingarnar en yfirumsjón með verkefninu hefur Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum.

Æfingarnar eru á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19-20. Láttu sjá þig!