Special Olympics 2015 verða í Los Angeles


Næstu Sumarleikar Special Olympics fara fram í borg englanna, Los Angeles, í Bandaríkjunum árið 2015. Mótið fór fram síðasta sumar í Aþenu þar sem vösk sveit Íslendinga tók þátt. Búist er við því að á leikunum 2015 verði rúmlega 7000 íþróttamenn frá 170 þjóðlöndum sem gera munu leikana sem glæsilegasta úr garði.

Þetta verður í fyrsta sinn í 16 ár sem Sumarleikar Special Olympics munu fara fram í Bandaríkjunum en þar fóru þeir síðast fram árið 1999 í Raleigh í Norður-Karólínu. Þá er gert ráð fyrir því að um hálf milljón manna muni heimsækja Los Angeles á meðan leikunum stendur!

Mynd/ www.specialolympics.orgFrá Staples Center í Los Angeles þegar tilkynnt var að Sumarleikarnir 2015 yrðu þar í borg.