Þeir Jóhann Rúnar Kristjánsson, Viðar Árnason og Tómas Björnsson eru allir úr leik í einstaklingskeppni á opna breska meistaramótinu í borðtennis en mótið er 40 punkta mót og allir helstu spilarar heimsins því mættir til leiks.
Viðar og Tómas töpuðu öllum þremur leikjunum sínum í riðlakeppninni en Jóhann var enn á ný óheppin með riðil þar sem Heimsmeistara og Ólympíumeistara var að finna í riðlinum hans. Jóhann hafði betur 3-2 gegn Ítalanum Federico Crosara en tapaði 3-0 gegn Frakkanum Vincen Boury og svo Kóreumanninum Kim Kyung Mook.
Tvíliðaleikurinn hófst í dag þar sem Jóhann er með meðspilara frá Slóveníu, Viðar leikur með Bandaríkjamanni en Tómas fékk tvo aðra meðspilara inn í klassa 6.
Við færum nánari fréttir af köppunum og gengi þeirra í tvíliðaleiknum á morgun.
Mynd/ Tómas Björnsson, ÍFR, komst ekki upp úr riðlakeppninni líkt og þeir Jóhann og Viðar.