Frjálsíþróttaæfingar ungmenna á þriðjudögum og fimmtudögum


Frjálsíþróttaæfingar fyrir hreyfihömluð og blind/sjónskert ungmenni 13 ára og yngri eru hafnar í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Æfingarnar eru komnar til úr Æskubúðum ÍF og Össurar og mun Ingólfur Guðjónsson stýra æfingunum á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 19:00-20:00.

Æfingarnar eru fyrir hreyfihömluð, sjónskert/blind ungmenni og er næsta æfing í kvöld á slaginu 19:00. Öllum sem við á er frjálst að mæta á æfingarnar en yfirumsjón með verkefninu hefur Kári Jónsson landsliðsþjálfari ÍF í frjálsum.

Auk frjálsíþróttaæfinga verður boðið upp kynningar á öðrum íþróttagreinum sem nánar verða auglýstar síðar. Æfingagjald vegna annarinnar (8. september til 8. desember) er kr. 15 þúsund.

Líkt og í vor þegar kynningardagur ÍF og Össurar í frjálsum íþróttum fór fram eru þessar æfingar tilraunarverkefni sem vonandi er komið til að vera en til að grundvöllur sé fyrir að hrinda þessu verkefni af stað er lágmarksfjöldi 10 einstaklingar. Vonast er til að börn og ungmenni sem eru hreyfihömluð (aflimaðir/CP og fleiri) ásamt sjónskertum/blindum sjái sér fært um að taka þátt í góðum hópi.

Vinsamlegast staðfestið þátttöku á if@isisport.is 

Sé frekari upplýsinga óskað þá er hægt að hafa samband við skrifstofu ÍF í síma 514 4080 eða við Kára Jónsson í síma 824 1260.

Þá bendum við einnig á Frístundakortið í Reykjavík sem vert er að kynna sér:
http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3697/6079_view-1524/ 

Mynd/ Frá kynningardegi ÍF og Össurar í frjálsum íþróttum.