Oscar Pistorius frá Suður-Afríku, maðurinn með gervifæturna frá Össuri, hafnaði í 22. sæti af 24 keppendum í undanúrslitum 400 metra hlaups karla á heimsmeistaramótinu í Daegu. www.mbl.is greindi frá.
Pistorius var nokkuð frá sínu besta, varð áttundi og síðastur í sínum undanúrslitariðli á 46,19 sekúndum, en hans besti tími er 45,07 sekúndur sem hefði auðveldlega fleytt honum áfram í úrslit þeirra átta bestu. Pistorius komst örugglega áfram úr sínum undanriðli á mótinu, hljóp þá á 45,39 sekúndum sem einnig hefði nægt í undanúrslitum.