Íslenski hópurinn hæstánægður með aðstæðurnar ytra


Sól og íþróttir í brennidepli og íslenski hópurinn á Norræna barna- og unglingamótinu í Finnlandi hefur ekki slegið slöku við ytra. Í gær fór fram keppni í frjálsum íþróttum þar sem allir íslensku keppendurnir sem skráðir voru í frjálsar unnu til verðlauna.

Á mótinu eru einnig íþróttakynningar þar sem krakkarnir fá að spreyta sig í íþróttum öðrum en þeim sem þau hafa verið skráð í á mótinu. Samkvæmt Helenu Hrund Ingimundardóttur yfirsundþjálfara í ferðinni er aðstaðan ytra öll eins og best verður á kosið en Pajulahti er einn af stöðunum þar sem m.a. finnskir afreksmenn koma í lokaundirbúning fyrir stór verkefni á heimsmælikvarða.

Hópurinn tók svo þátt í kvöldvöku í gær þar sem allir lærðu nýjan dans og verður hann vafalítið notaður í kvöld þegar lokahátíðin fer fram. Í dag hófst svo keppni í sundi og verður fróðlegt að sjá hvernig sundhópurinn mun standa sig.

Mynd/ Pajulahti svæðið í Finnlandi er gríðarlega veglegt íþróttasvæði þar sem helstu íþróttamenn Finnlands koma jafnan við í undirbúningi sínum fyrir stór verkefni.