Að loknu EM og verkefnin framundan


Evrópumeistaramóti fatlaðra í sundi lauk í Berlín um síðustu helgi. Jón Margeir Sverrisson, S14, og Eyþór Þrastarson, S11, kepptu fyrir Íslands hönd á mótinu. Árangur þeirra var í samræmi við væntingar, Jón Margeir rétt missti af verðlaunum í 100 m. bringusundi og Eyþór stóð sig með prýði en hann er nýkominn af stað á nýjan leik eftir veikindi.

Árangur Jóns og Eyþórs í Þýskalandi.
Eyþór              7. sæti  100 m bak      
Eyþór              9. sæti 50 m skrið       
Eyþór              5. sæti 400 m skrið     
Eyþór              8. sæti  100 m skrið    
Eyþór              8.sæti 200 m fjór

Jón Margeir     5. sæti  200 m skrið    
Jón Margeir     dæmdur úr leik 100 m bak     
Jón Margeir     4. sæti 100 m bringa   

Næst á dagskrá hjá ÍF:

Púttmót til minningar um Hörð Barðdal, mótið fer fram þann 19. júlí við Hraunkot í Hafnarfirði. Skráning á if@isisport.is          

Dagana 23.-24. júlí munu nokkrir frjálsíþróttamenn úr röðum fatlaðra keppa á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum á Selfossi.

1. – 8. ágúst taka 14 krakkar þátt í Norræna barna- og unglingamótinu sem fram fer í Finnlandi.

Mynd/ Eyþór Þrastarson er óðum að ná sínu fyrra formi eftir veikindi.