Þriðja keppnisdegi á EM fatlaðra í sundi lokið


Á þriðja keppnisdegi Evrópumeistaramóts fatlaðra í sundi sem nú stendur yfir í Berlin keppti Eyþór Þrastarson í 400 m skriðsundi í flokki blindra (S11)

Hafnaði Eyþór í fimmta sæti á tímanum 5:15.85 mín. sem er hans besti tími í ár.  Eyþór sem vann til verðlauna í þessu sundi á Evrópumeistaramótinu sem haldið var á Íslandi 2009 var nokkuð frá þeim tíma er hann á best en hann er nýstiginn upp úr erfiðum veikindum sem hrjáð hafa hann undanfarna mánuði.

Á morgun, miðvikudaginn 6. júlí keppir Jón Margeir Sverrisson í 100 m baksundi, flokki þroskahamlaðra (S14). Jón Margeir synti í gær, 4. júlí, í 200 skriðsundi og hafnaði í fimmta sæti á tímanum 2.06.10mín. og var við sinn besta tíma sem er 2:05.92 mín.

Allar upplýsingar um mótið má finna á heimasíðu þess www.ecswimming2011.com