Síðasta verk sundhópsins að landa bronsi


Mikill erill var hjá íslenska sundhópnum á Alþjóðaleikum Special Olympics í Aþenu og í gær lauk þátttöku Íslands á leikunum þegar sundhópurinn tók þátt í 4x50m. boðsundi karla. Ísland vann til bronsverðlauna í greininni, flottur árangur hjá hópnum sem hafði í mörg horn að líta alla sjö keppnisdagana.

Tómas Hajek annar tveggja sundþjálfara í ferðinni var svo valinn til að taka þátt í skemmtisundi þar sem fatlaðir og ófatlaðir kepptu saman. Tómas fór á kostum eins og honum einum er lagið líkt og allur sundhópurinn hér ytra.

Öll úrslit í sundi frá mótinu má finna hér

Mynd/ Michel Thor Malleiter kemur hér í bakkann.