Kapparnir Sigurjón Sigtryggsson og Haraldur Þórarinsson kepptu í 400m. hlaupi á Alþjóðaleikum Special Olympics í dag. Sigurjón keppti í flokki M04 og hafnaði í 4. sæti og Haraldur í flokki M13 og landaði þar bronsverðlaunum.
Sigurjón hljóp á tímanum 1.02,10mín. og bætti sig um eina sekúndu frá undanrásunum og Haraldur kom í mark á tímanum 1.07,35mín. og bætti sig um tæpar 4,3 sekúndur. Flottur dagur hjá frjálsíþróttaköppunum Haraldi og Sigurjóni. Á morgun keppa svo þær María og Sigríður í 100m. hlaupi.
Frjálsíþróttaþjálfarar í ferðinni eru þau Ásta Katrín Helgadóttir og Þórarinn Hannesson.
Mynd/ Haraldur Þórarinsson landaði bronsi í 400m. hlaupi í dag.