Þessa vikuna eru fjórir íslenskir íþróttamenn staddir við æfingar í Englandi á hinum fornfræga stað Stoke Mandeville, staðnum þar sem rekja má upphaf íþrótta fatlaðra til. Það var á þessum stað sem faðir íþrótta fatlaðra, Sir. Ludwig Guttmann yfirlæknir á Mandeville sjúkrahúsinu, lét byggja leikvöll fyrir fatlaða íþróttamenn við sjúkrahúsið og hóf að þjálfa þá á skipulagðan hátt. Jafnframt stóð hann fyrir landskeppni fatlaðra í Englandi á leikvanginum.
Þess má til gamans geta að fatlaðir íslenskir íþróttamenn tóku á árum áður þátt í fjölmörgum alþjóðaleikum sem þar voru haldnir. Þá var hluti Ólympíumóts fatlaðra 1984 haldnir í Stoke Mandeville og sýnir meðfylgjandi mynd hluta íslenska hópsins við setningu þess.
Íslendingarnir sem eru við æfingar í Stoke Mandeville er frjálsíþróttafólkið Baldur Ævar Baldursson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundmennirnir Eyþór Þrastarson og Jón Margeir Sverrisson. Frá Englandi fara Eyþór og Jón Margeir til Þýskalands þar sem þeir verða meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Berlín 3. – 10. júlí n.k. Ingeborg og Baldur Ævar verða síðan meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Selfossi 22. - 24. júlí n.k. þar sem þau munu reyna við tilskylin lágmörk vegna Ólympíumóts fatlaðra 2012. Til stóð að borðtennismaðurinn Jóhann R. Kristjánsson yrði þar líka við æfingar en meiðsli hömluðu för hans til Englands.
Vonandi blæs andi þessa sögufræga staðar okkar ágæta íþróttafólki baráttuanda í brjóst og hvetur það til frekari afreka í framtíðinni.
Þess má til gamans geta að fatlaðir íslenskir íþróttamenn tóku á árum áður þátt í fjölmörgum alþjóðaleikum sem þar voru haldnir. Þá var hluti Ólympíumóts fatlaðra 1984 haldnir í Stoke Mandeville og sýnir meðfylgjandi mynd hluta íslenska hópsins við setningu þess.
Íslendingarnir sem eru við æfingar í Stoke Mandeville er frjálsíþróttafólkið Baldur Ævar Baldursson og Ingeborg Eide Garðarsdóttir og sundmennirnir Eyþór Þrastarson og Jón Margeir Sverrisson. Frá Englandi fara Eyþór og Jón Margeir til Þýskalands þar sem þeir verða meðal keppenda á Evrópumeistaramótinu í sundi sem fram fer í Berlín 3. – 10. júlí n.k. Ingeborg og Baldur Ævar verða síðan meðal keppenda á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fer á Selfossi 22. - 24. júlí n.k. þar sem þau munu reyna við tilskylin lágmörk vegna Ólympíumóts fatlaðra 2012. Til stóð að borðtennismaðurinn Jóhann R. Kristjánsson yrði þar líka við æfingar en meiðsli hömluðu för hans til Englands.
Vonandi blæs andi þessa sögufræga staðar okkar ágæta íþróttafólki baráttuanda í brjóst og hvetur það til frekari afreka í framtíðinni.