Afmæli: ÍF 32 ára í dag


Íþróttasamband fatlaðra fagnar 32 ára afmæli sínu í dag, 17. maí, en sambandið var stofnað þennan dag árið 1979.  Fyrsti formaður þess var Sigurður Magnússon en árið 1984 tók Ólafur Jensson við formennsku sem hann gegndi til ársins 1996 er núverandi formaður, Sveinn Áki Lúðvíksson, tók við. 

Aðildarfélög sambandsins voru fimm þegar það var stofnað, Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík, Akur og Eik á Akureyri, Björk og Íþróttafélag heyrnarlausra.  Félögunum fjölgaði síðan ört á næstu árum og eru nú 21 talsins auk þess fatlaðir íþróttamenn í dag æfa og keppa í hinum ýmsu félögum ófatlaðra.