Jóhann hafnaði í 3. sæti í sínum riðli


Borðtennismaðurinn Jóhann Rúnar Kristjánsson er staddur í Slóveníu þar sem hann tekur þátt í opna meistaramótinu þar í landi. Í gærdag lauk Jóhann keppni í sínum riðli í flokki C2. Jóhann hafnaði í 3. sæti í fjögurra manna riðli og er því úr leik.

Jóhann tapaði fyrsta leik 3-2 gegn sterkum frönskum spilara að nafni Menella. Í öðrum leiknum vann Jóhann Jung Ji Won frá Kóreu 3-2. Þriðji og síðasti leikurinn var gegn sterkum spilara að nafni Radislaw frá Slóvakíu og tapaði Jóhann þeirri viðureign 3-0.

Í dag hefst svo liðakeppnin hjá Jóhanni þar sem hann spilar með sterkum leikmanni frá Austurríki að nafni Hans Reup. Heimasíða ÍF náði snörpu tali af Jóhanni í gær og sagði hann: ,,Mér líst vel á liðakeppnina með Reup og tel að við eigum eftir að ná vel saman.