Kátur keiluhópur við Gróttuvita


Undirbúningur fyrir þátttöku Íslands í alþjóðaleikum Special Olympics er nú í fullum gangi og keppendur í 8 íþróttagreinum mæta á leikana frá Íslandi. Þau Gauti Árnason Sigrún Huld Hrafnsdóttir og Jón Þórarinsson slá ekki slöku við en þau mættu út við Gróttuvita á laugardagsmorgni 30. apríl og tóku þar góðan göngutúr í rigningu og slagveðri ásamt Guðrúnu Hallgrímsdóttur sem verður þjálfari þeirra á leikunum.

Einn vantaði í keiluhópinn, Áslaugu Þorsteinsdóttir sem býr á Akranesi. Mikil tilhlökkun er komin í hópinn enda styttist í brottför til Aþenu.

Mynd: Gauti Sigrún Huld og Jón eldhress eftir gönguna