Jón með Íslandsmet í 200m. skriðsundi á Opna þýska


Sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson frá Ösp/Fjölni er nú staddur á Opna þýska meistaramótinu í sundi og kappinn byrjaði vel enda setti hann nýtt og glæsilegt Íslandsmet í 200m. skriðsundi í undanrásum í morgun. Jón synti á 2.05,98mín. sem er fjórði besti tíminn í heiminum í flokki S14, flokki þroskahamlaðra.

Gamla Íslandsmet Jóns í greininni hafði aðeins staðið síðan á opna breska meistaramótinu þegar hann synti á 2.08,90mín. svo um glæsilega bætingu á metinu er að ræða.

Á dögunum kepptu Jón Margeir og Eyþór Þrarstarson (S11) á Opna breska meistaramótinu í sundi. Því miður greindist Eyþór með einkirnissótt í upphafi móts og gat hann því ekki tekið neinn þátt í mótinu nema með því að stiðja félaga sinn.

Jón Margeir synti hinsvegar mjög vel á opna breska á dögunum:
100 m baksund undanrásir 1:12, 47 Bæting
200 m fjórsund undanrásir 2:28,73 Bæting
200 m fjórsund úrslit  2:27,78 Bæting
100 m bringusund undanrásir 1:19,04 Bæting

100 m skriðsund undanrásir 58,19 Bæting Íslandsmet
100 m skriðsund Úrslit 58,24
200 m skriðsund undanrásir 2:08,37
200 m skriðsund úrslit   2:08,90

Mynd/ Jón Margeir er í fantaformi um þessar mundir.