Sveinn Áki endurkjörinn: Þórður Árni nýr varaformaður ÍF


Sambandsþingi Íþróttasambands fatlaðra var að ljúka rétt í þessu á Hótel Selfossi þar sem Þórður Árni Hjaltested var kjörinn varaformaður ÍF kjörtímabilið 2011-2013. Fráfarandi varaformaður Camilla Th. Hallgrímsson gaf ekki kost á sér í endurkjöri. Mótframbjóðandi Þórðar í varaformannsembættið var Arnór Pétursson frá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík en Þórður hafði betur eftir atkvæðagreiðslu.

Sveinn Áki Lúðvíksson var réttkjörinn áframhaldandi formaður Íþróttasambands fatlaðra en Svava Árnadóttir gaf ekki kost á sér að nýju í varastjórn ÍF og var gengið til kosninga millum fjögurra einstaklinga í varastjórn þar sem þrjú sæti voru í boði.

Réttkjörin varastjórn ÍF skipuðu þau Guðlaugur Ágústsson, Margrét Kristjánsdóttir og Gunnar Einar Steingrímsson en Matthildur Kristjánsdóttir gaf einnig kost á sér í varastjórnina en náði ekki kjöri en mjótt var á munum og atkvæðagreiðslan spennandi. Stjórn Íþróttasambands fatlaðra kjörtímabilið 2011-2013 verður því skipuð tveimur nýjum fulltrúum sem ekki hafa áður setið í stjórn hjá sambandinu, þeim Guðlaugi og Margréti.

Nýja Stjórn ÍF kjörtímabilið 2011-2013 skipa eftirtaldir:

Aðalstjórn
Formaður:
Sveinn Áki Lúðvíksson
Varaformaður: Þórður Árni Hjaltested
Jóhann Arnarson
Jón Heiðar Jónsson
Ólafur Þór Jónsson

Varastjórn
Guðlaugur Ágústsson
Margrét Kristjánsdóttir
Gunnar Einar Steingrímsson

Myndir/ Fráfarandi stjórn Íþróttasambands fatlaðra, á neðri myndinni er nýr varaformaður ÍF, Þórður Árni Hjaltested en hann gengdi stöðu gjaldkera á síðasta kjörtímabili.