Þrettán Íslandsmet í Ásvallalaug um helgina


Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fór fram í Ásvallalaug í Hafnafirði um helgina. Alls félltu 13 Íslandsmet að þessu sinni þar sem þau Ragney Líf Stefánsdóttir frá Ívari og Jón Margeir Sverrisson frá Ösp/Fjölni settu samtals átta Íslandsmet.

Laugardagur 26. mars:

Pálmi Guðlaugsson, S7 100 bak 1:42,59
Thelma B. Björnsdóttir, S6 100 frjáls aðferð 1:37,57
Ragney Líf Stefánsdóttir, SB9 50 bringa 0:47,66
Ragney Líf Stefánsdóttir, S10 200 skrið 2:57,67
Jón Margeir Sverrisson, S14 100 skrið 57,82
Jón Mareir Sverrisson, S14 50 bringa 35,48
Jón Margeir Sverrisson, S14 200 skrið 2:08,29

Sunnudagur 27. mars

Vaka Þórsdóttir, S11 50 skrið 1:16,13
Ragney Líf Stefánsdóttir, S10 50 skrið 0:34,67
Ragney Líf Stefánsdóttir, S10 50 bak 0:45,15
Jón Margeir Sverrisson, S14 50 skrið 0:26,37
Karen Axelsdóttir, S2 50 bak 2:00,08
Vignir Gunnar Hauksson, SB5 100 bringa 2:38,57

Heildarúrslit mótsins koma inn á heimasíðu ÍF síðar í vikunni.

Ljósmynd/ Vignir G. Hauksson sundmaður hjá ÍFR lét að sér kveða í Ásvallalaug.