Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra í borðtennis fór fram í Kaplakrika um helgina. Aðeins var keppt á laugardeginum þar sem Hákon Atli Bjarkason fór mikinn og varð þrefaldur Íslandsmeistari.
Sigurvegarar á mótinu:
Tvíliðaleikur
1. Hákon Atli Bjarkason/Tómas Björnsson, ÍFR/ÍFR
Kvennaflokkur
1. Sigurrós Karlsdóttir , Akur
Standandi flokkur karla
1. Tómas Björnsson, ÍFR
Þroskahamlaðir – karlar
1. Stefán Thorarensen, Akur
U Flokkur
1. Markús Lubker, ÍFR
Sitjandi flokkur karla
1. Hákon Atli Bjarkason, ÍFR
Opinn flokkur
1. Hákon Atli Bjarkason, ÍFR
Jóhann Rúnar Kristjánsson var ekki með á Íslandsmóti ÍF í borðtennis að þessu sinni þar sem hann var staddur í Lignano á Ítalíu að keppa á opna ítalska meistaramótinu.
Heildarúrslit mótsins
Ljósmynd/ Hákon Atli Bjarkason, þrefaldur Íslandsmeistari í borðtennis.