Íslandsmót Íþróttasambands fatlaðra fara fram um helgina í Hafnarfirði. Keppt er í boccia, sundi, borðtennis, bogfimi og lyftingum en keppni í frjálsum íþróttum fer fram sunnudaginn 10. apríl næstkomandi.
Keppni í boccia um helgina fer fram að Ásvöllum í Hafnarfirði og munu kapparnir á Haukar TV sýna beint frá keppninni bæði laugardaginn 26. mars og sunnudaginn 27. mars. Á laugardeginum verður sýnt frá kl. 12:00-13:00 og á sunnudeginum frá kl. 11:30 til keppnisloka.
Reynt verður að sýna einnig frá keppni í lyftingum ef tækniskilyrði leyfa.
Hægt verður að fylgjast með útsendingunni hér: http://tv.haukar.is/