Fatlaðir sundmenn tóku þátt í Gullmóti KR um síðastliðna helgi og lönduðu 12 Íslandsmeistaratitlum.
Gullmót KR var haldið helgina 11.-13.febrúar og var eitt af skráðum lágmarkamótum IPC. Umgjörðinn var frábær og öll sundlaugaumgjörðin var til fyrirmyndar.
Fyrst til þess að setja Íslandsmet á föstudeginum var Thelma Björg Björnsdóttir, S 6 í 50 metra skriðsundi á tímanum 44.80 sekúndum. Næstur var Pálmi Guðlaugsson S 7 í 50 metra baksundi á tímanum 48.43 sekúndum. Næstur var Jón Margeir Sverrisson S 14 sem setti Íslandsmet í 800.metra skriðsundi 9.43.18 og 1500 metra skriðsundi á tímanum 18.22.09. Föstudeginum lauk svo með öðru Íslandsmeti hjá Pálma Guðlaugsyni ,S 7 í 1500 metra skriðsundi á tímanum 25.13.25 mín.
Laugardagurinn fyrri hluti byrjaði vel og fyrst til þess að setja Íslandsmet var Thelma Björg Björnsdóttir S 6 í 200 metra skriðsundi á tímanum 3.35,85mín og 400 metra skriðsundi á tímanum 7.17.30mín.
Seinni hluti Laugardagsins kom fyrsta Íslandsmetið hjá Guðmundi Hákoni Hermannssyni S 9 í 200 metra baksundi á tímanum 2.59,76mín. Næst kom Thelma Björg Björnsdóttir S 6 í 100 metra skriðsundi á tímanum 1.37,75. Næstur var Pálmi Guðlaugsson S 7 í 200 metra flugsundi á tímanum 3.28,36mín.
Sunnudagurin byrjaði vel og fyrsta Íslandsmetið kom hjá Pálma Guðlaugsyni S 7 í 100 metra baksundi á tímanum 1.43,37. Síðasta Íslandsmetið kom í 200 metra skriðsundi hjá Thelmu Björg Björnsdóttur á tímanum 3.29,72mín.
Til hamingju með þennan árangur og greinilegt að æfingar vetrarins eru að skila sér vel hjá hópnum.
Mynd/ Thelma B. Björnsdóttir setti 5 Íslandsmet um helgina í flokki S6, flokki hreyfihamlaðra en þeir keppa í 10 flokkum, S1-S10.