12 Íslandsmet á Reykjavíkurmeistaramótinu um síðustu helgi


Reykjavíkurmeistaramótið í sundi fór fram í innilauginni í Laugardal um síðustu helgi. Keppt var í 25m. laug þar sem alls 12 Íslandsmet úr röðum fatlaðra féllu en bæði fatlaðir sem og ófatlaðir kepptu á mótinu.

Hjörtur Már Ingvarsson sundmaður hjá ÍFR var í fantaformi um helgina og bætti fjögur Íslandsmet í sínum flokki en Hjörtur syndir í flokki S5.

Íslandsmetin:

Thelma B. Björnsdóttir, S6 200 frjáls aðferð 3:38,90
Thelma B. Björnsdóttir, S6 400 frjáls aðferð 7:25,00
Thelma B. Björnsdóttir, S6 100 frjáls aðferð 1:42,20
Hjörtur Már Ingvarsson, S5 100 frjáls aðferð 1:37,68
Hjörtur Már Ingvarsson, S5 200 frjáls aðferð 3:26,70
Hjörtur Már Ingvarsson, S5 100 ...frjáls aðferð 7:09,13
Hjörtur Már Ingvarsson, S5 100 bak 2:13,17
Pálmi Guðlaugsson, S7 200 bak 3:29,59
Pálmi Guðlaugsson, S7 200 flug 3:20,11
Guðmundur H. Hermanns, S9 200 bak 2:50,68
Marinó Adolfsson, S8 200 frjáls aðferð 3:33,32
Vignir Gunnar Hauksson, SB5 100 bringa 2:43,40

Mynd/ Hjörtur Már Ingvarsson gerði gott mót í Laugardal um helgina.