Sjö Íslandsmet á öðrum keppnisdegi RIG


Í gær fór fram annar keppnisdagur í sundi fatlaðra á Reykjavík International Games. Alls lágu fimm Íslandsmet í valnum að þessu sinni og Thelma B. Björnsdóttir setti tvö þeirra og hefur því á tveimur fyrstu keppnisdögunum sett alls fimm Íslandsmet.

Metin sem sett voru í gær:

Thelma B. Björnsdóttir, S6 50 skrið 0:48,94
Pálmi Guðlaugsson, S7 50 bak 0:49,90
Marinó Adolfsson, S8 50 bak 0:48,95
Hjörtur M. Ingvarsson, S5 200 skrið 3:33,49
Thelma B. Björnsdóttir, S6 200 skrið 3:41,32
Vaka Þórsdóttir, S11 50m skrið, 1:26,24 mín.
Thelma B. Björnsdóttir 100m skrið, 1:47,47

Keppni heldur áfram í dag á þriðja og síðasta keppnisdegi mótsins en upphitun hefst kl. 12:00 og keppni kl. 12:45.

Mynd/ Marinó I. Adolfsson setti nýtt Íslandsmet í gær í 50m. baksundi í flokki S8.

Til fróðleiks:
Flokkur S1-S10 er flokkur hreyfihamlaðra (S1 mesta fötlun/S10 minnsta fötlun)
Flokkur S11-S13 er flokkur blindra/sjónskertra (S11 er flokkur alblindra)
Flokkur S14 er flokkur þroskahamlaðra