Ragney 10. í 50 m skriðsundi


Í gær, sunnudaginn 28. nóvember, lauk Ragney Líf Stefánsdóttur keppni sinni á Evrópumeistaramóti ófatlaðra í 25 m laug með því að keppa í undanrásum í 50 m skriðsundi. Hafnaði Ragney í 10. sæti á tímanum 34.84 sek en best á hún 34.44 sem er einnig Íslandsmetið í greininni.
Eins og áður hefur komið fram var keppendum í flokki S10, sem er minnsta fötlun í flokki hreyfihamlaðra, var boðið að taka þátt Evrópumeistaramóti ófatlaðra að þessu sinni.

Við óskum Ragney Líf til hamingju með þátttökuna en án efa má vænta mikils af þessari ungu stúlku í framtíðinni.