Sjö Íslandsmet á fyrri keppnisdegi ÍM 25


Fyrri keppnisdagurinn á Íslandsmóti ÍF í sundi í 25m laug fór fram í innilauginni í Laugardal í dag. Alls voru sjö Íslandsmet sett í dag þar sem Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR, setti þrjú met í 50m skriðsundi, 200m skriðsundi og 400m skriðsundi.

Íslandsmet setti í Laugardalslaug í dag:

Hjörtur Már Ingvarsson, ÍFR – 50m skriðsund – 46,17 sek (flokkur S5)
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 50m skriðstun – 47,17 sek (flokkur S6)
Vaka R. Þórsdóttir, Fjörður – 50m baksund – 1:07,49mín (flokkur S11)
Jón Margeir Sverrisson, Ösp/Fjölnir – 400m skriðsund – 4:27,82 (flokkur S14)
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 200m skriðsund – 3.49,56 mín (flokkur S6)
Thelma B. Björnsdóttir, ÍFR – 400m skriðsund – 7:37,88 mín (flokkur S6)
Vignir G. Hauksson, ÍFR – 100m baksund – 2.39,00 mín (flokkur S6)

Mótið heldur áfram í innilauginni í Laugardal á morgun, upphitun hefst kl. 09:00 en keppni kl. 10:00.

Ljósmynd/ Tomasz Kolodziejski: Frá mótinu í dag