11 Íslandsmet á haustmóti Fjölnis


Á Haustmóti Fjölnis um síðustu helgi tóku þátt tólf fatlaðir sundmenn úr röðum Íþróttafélags Fatlaðra í Reykjavík og þrír fatlaðir sundmenn úr röðum Fjölnis. Það dró strax til tíðinda í fyrstu grein mótsins þegar Thelma Björg Björnsdóttir setti Íslandsmet í flokki S-6 í 50.metra skriðsundi á tímanum 49.33 sek.

Stutt var í næsta Íslandsmet sem var 3. grein en þar var á ferðinni Anna Kristín Jensdóttir sem setti met í flokki SB-5, 50 metra bringu á tímanum 1.06.70 mín. Fljótlega birtist þriðja Íslandsmetið sem var í 7.grein en þar var á ferðinni Sonja Sigurðardóttir í flokki S-5 sem var 50 metra flugsund á tímanum 1.22.73 mín. og í lok 1. mótshluta kom fjórða Íslandsmetið í grein 10 sem var 1500 metra skriðsund karla en þar var á ferðinni Pálmi Guðlaugsson í flokki S-7 á tímanum 24.16.63. Þannig lauk 1.mótshluta með fjórum Íslandsmetum.

Laugardagsmorgunin byrjaði vel og þar kom fimmta Íslandsmetið í 13. grein en þar var á ferðinni Anna Kristín Jensdóttir í flokki SB-5, 200.metra bringusund á tímanum 5.03.19 mín. Næsta Íslandsmet kom í 14. grein og þar var á ferðinni Jón Margeir Sverrisson í flokki S-14 í 200 metra bringusundi á tímanum 2.49.49. Sjöunda Íslandsmetið kom í 16.grein og þar var á ferðinni Pálmi Guðlaugsson í flokki S-7. 100.metra baksund á tímanum 1.41.83 mín. Í lok 2.mótshluta kom 8. Íslandametið og þar var á ferðinni Jón Margeir Sverrisson í flokki S-14 í 400 merta fjórsundi á tímanum 5.13.16 mín.

Laugardags eftirmiðdagur byrjaði með 9. Íslandsmetinu sem sett var í 19. grein sem var 100 metra skriðsund en þar var á ferðinni Thelma Björg Björnsdóttir í flokki S-6 á tímanum 1.48.99 mín. Tíunda Íslandsmetið kom í 26.grein sem var 100.metra fjórsund en þar var á ferðinni Marinó Ingi Adólfsson á tímanum 1.58.02 mín. Þannig lauk 3.hluta mótsins og 10 Íslandsmet komin.

Fjórði og síðasti mótshlutinn fór fram á sunnudeginum og þar kom 11. Íslandsmetið sem sett var í 30.grein sem var 400.metra skriðsund og þar var á ferð Jón Margeir Sverrisson í flokki S-14 á tímanum 4.29.35.

Keppt var í opnum flokki allt mótið þannig að fatlaðir keppendur áttu möguleika á að komast á verðlaunapall með ófötluðum í sínum aldursflokkum og það varð rauninn Anna Kristín Jensdóttir vann til silfurs og bronsverðlauna í sínum aldursflokki sem var 15.ára og eldri Alex Árni Jakobsson vann til bronsverðlauna í sínum aldursflokki 15 og eldri. Emil Steinar Björnsson vann til gullverðlauna og Marinó Ingi Adólfsson vann til silfurverðlana í þeirra aldursflokki 13-14 ára.

Mótshaldarar voru mjög ánægðir með aðkomu fatlaðra sundmanna á þessu móti enda mótið auglýst með sundreglum IPC sem er forsenda þáttöku þeirra. Þjálfarar ÍFR og Fjölnis voru mjög ánægðir með heildarárangur sundmanna félaganna enda flestir ungir að árum.

Kveðja
Björn Valdimarsson
Sundnefnd ÍF