Vel heppnaðir Íslandsleikar í Hafnarfirði


Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu fóru fram í Kaplakrika um síðastliðna helgi í samvinnu og samstarfi við frjálsíþrótta- og knattspyrnudeild FH.

Keppni í knattspyrnu fór fram inni í Risanum og má nálgast úrslit frá fótboltanumhér. Glæsileg tilþrif litu dagsins ljós og gengu leikirnir vel fyrir sig, vel dæmdir og góð tilþrif.

Í frjálsum var umhverfið aðeins erfiðara, keppt var utandyra í 100m. spretthlaupi og langstökki en keppendur létu slagviðrið ekki á sig fá. Úrslit frá keppni í frjálsum verða aðgengileg innan tíðar hér undir liðnum ,,Íþróttagreinar“ á síðu ÍF.

Íþróttasamband fatlaðra vill koma á framfæri innilegu þakklæti til handa FH sem stóð myndarlega að framkvæmdinni.

Ljósmynd/ Það voru allir með taktana á hreinu í Risanum.