Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu verða haldnir laugardaginn 25. september í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikarnir eru haldnir í samvinnu við frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild FH.
Í knattspyrnu eru keppendur á öllum aldri, blönduð lið karla og kvenna og skipt verður í flokka getumeiri og getuminni.
Öll verðlaun til Íslandsleikanna eru gefin af Íslandsbanka sem er aðalstyrktaraðil Special Olympics á Íslandi
Þá er um að gera að mæta snemma þar sem enginn annar en sjálfur Logi Geirsson, handboltakappinn góðkunni, mun sjá um upphitun fyrir keppni í fótboltanum.
Dagskrá Íslandsleikanna:
Kl. 09.30 Upphitun, knattspyrna
Kl. 10.00 Keppni hefst í knattspyrnu
Kl. 12.30 Keppni lokið í knattspyrnu
Kl. 12.30 HLÉ
Kl. 13.00 Upphitun, frjálsar
Kl. 13.30 Keppni hefst 100 m hlaup, karlar og konur, undankeppni
Kl. 14.00 Langstökk, karlar og konur, undankeppni.
Kl. 14.30 Úrslit 100 m hlaup, karlar og konur
Kl. 14.50 Úrslit langstökk, karlar og konur
Kl. 15.30 Keppni lokið í frjálsum