Opnunarhátið Evrópuleika Special Olympics fór fram á Legia leikvanginum í Varsjá sl. laugardag. Óhætt er að segja að íslenski hópurinn hafi skemmt sér vel enda um glæsilega hátíð að ræða. Eftir hefðbundin ræðuhöld og setningu var fáni leikanna dreginn að húni og ólympíueldurinn tendraður. Síðan tóku við glæsileg söng og dansskemmtiatriði. Má nefna þríleik á píanó þar sem verk eftir Frédéric Chopin var leikið en Pólverjar fagna nú 200 ára fæðingarafmæli hans. Einnig söng Mick Hucknall, söngvari Simply Red eitt af þeirra þektustu lögum. Að lokum lék Myslovitz, frægasta popphljómsveit Pólverja nokkur lög við mikinn fögnuð hátíðargesta. Eftir tveggja klukkustunda skemmtun hélt hópurinn sæll og glaður heim á hótel enda nokkir sem hefja keppni strax á sunnudeginum.
Þriðjudagur. 21 september 2010