London 2012: Tvö ár til stefnu


Nú eru aðeins tvö ár þangað til Ólympíumót fatlaðra í London fer fram en undirbúningur fyrir bæði Ólympíuleikana og Ólympíumótið hefur staðið lengi yfir. Þúsundir sjálfboðaliða hafa þegar skráð sig til leiks og enn er verið að taka á móti fólki í London sem vill aðstoða við þessa risavöxnu framkvæmd.

Fjölmiðlar í Bretlandi sækja í sig veðrið í umfjöllun sinni fyrir leikana og verslanir skjóta upp kollinum sem selja varning tengdan Ólympíuleikunum og Ólympíumótinu.

Ólympíumót fatlaðra hefst strax að Ólympíuleikunum loknum og munu um 150 þjóðir keppa í 20 mismunandi Ólympíumótsgreinum.

Nánar um niðurtalninguna og ítarlegan fréttafluting af gangi mála fyrir Ólympíuleikana og Ólympíumótið má nálgast hér: www.london2012.com

Mynd: Teikning af Ólympíuleikvanginum í London sem enn er í byggingu.