Námskeið í sitjandi blaki


Helgina 3.-5. september mun Blaksamband Íslands standa fyrir veglegri blakhelgi. Í boði verða afreksbúðir fyrir ungmenni á aldrinum 14-17 ára, U19 ára landsliðin koma saman til æfinga og haldin verður stór þjálfararáðstefna.

Fyrirhugað er að vera með sérnámskeið fyrir íþróttakennara í krakkablaki og í Sitting Volleyball/Sitjandi blaki, laugardaginn 4. september. Íþróttasamband fatlaðra hvetur áhugasama til að fara á námskeiðið og kynna sér sitjandi blak en sú íþrótt er ekki stunduð hér á landi og hver veit nema breyting geti orðið þar á.

BLÍ hefur fengið liðsinnis Peter Guarnari frá Englandi en hann hefur þjálfararéttindi í blaki og sitting volleyball.

Námskeiðið fyrir sitjandi blak er á kr. 5.000.- og skila skal skráningum fyrir 1. september á bli@bli.is 

Námskeið í Krakkablaki og “sitting volleyball” er laugardaginn 4. september en blakhelgin stóra fer fram í Varmá í Mosfellsbæ.

Ljósmynd/ Frá keppni í sitjandi blaki kvenna á Ólympíumóti fatlaðra í Peking árið 2008.