Úrslit frá opna danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum


Nú um helgina tók Baldur Ævar Baldursson þátt í opna danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum. Þátttaka hans á mótinu var lokatilraun til að ná tilskyldum lágmörkum fyrir Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer á Nýja-Sjálandi í byrjun janúar 2011.

Því miður tókst Baldri Ævari ekki að ná þessu markmiði sínu, stökk 4.91 m í langstökki þar sem lágmarkið er 5.12. Í kúluvarpi kastaði Baldur 10.25 m. og dugði það ekki til þar sem lágmarkið er 11,25 m.

Ljóst er að Baldur Ævar á mikið inni og fyrir honum liggur því að bretta upp ermarnar og nýta tímann til að ná lágmörkum fyrir Ólympíumótið í London 2012. 

Ljósmynd/ Baldur Ævar ásamt Ingeborg Eide en þau voru fulltrúar Íslands á Opna hollenska frjálsíþróttamótinu fyrr í sumar.