Samantekt um Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi


Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi sem fram fór í Eindhoven í Hollandi var sögulegt fyrir margar hluta sakir.  Þannig tóku 649 sundmenn frá 53 löndum þátt í mótinu sem gerir mótið að fjölmennasta sundmóti sem IPC (Alþjóðaólympíuhreyfing fatlaðra) hefur staðið fyrir – stærra mót en sundkeppnin á Ólympíumóti fatlaðra í Peking 2008!
 
Sigursælasta þjóðin á mótinu var Úkranía með 59 verðlaunapeninga þar af 21 gull, í öðru sæti voru Bandaríkjamenn með samtals 57 verðlaun og Rússar í þriðja sæti með 43. Sigursælasta Norðurlandaþjóðin voru Svíar með 10 verðlaun samtals þar af fern gullverðlaun.  Það sem vekur eftirtekt hér er hinn góði árangur Úkraníumanna sem hafa á undanförnum árum skotist upp á stjörnuhimininn í sundheimi fatlaðra og sópað að sér verðlaunum á hverju stórmótinu á fætur öðru. 

Áætlað er að tæplega sjö þúsund áhorfendur, aðstandendur og aðrir hafi fylgst með keppninni af áhorfendapöllunum í hinni glæsilegu Pieter van den Hoogenband laug.  Þá voru 68 heimsmet sett á mótinu á móti 24 sem sett voru á Evrópumeistaraótinu sem fram fór hér á landi árið  2009.  Sýnir þessi fjöldi meta þá gríðarlegu keppni og miklu framþróun sem á sér stað í sundheimi fatlaðra.

Íslensku sundmennirnir sem telft var fram á Heimsmeistaramótinu fengu nú smjörþefinn af keppi við þ allra bestu í heiminum.  Líkt og á Evrópumeistaramótinu, sem fram fór hér á landi 2009, telfdu Íslendingar fram efnilegu liði á mótinu sem flest voru á aldursbilinu
14 – 19 ára.   Nú stóð þessi ungi og efnilegi hópur okkar á stóra sviðinu og af úrslitum frá mótinu má ljóst vera að framundan er langt og strangt æfingaferli til þess að tryggja Íslandi “kvóta” og þar með sæti Ólympíumóti fatlaðra í London árið 2012.  Þá er bara að hefjast handa!

Neðanmáls er árangur íslensku keppendanna á mótinu:

Eyþór Þrastarson, S11 (flokkur blindra)
5. sæti 400 m skriðsund
9. sæti 100 m skriðsund
11. sæti 200 m fjórsund
12 sæti 100 m baksund
16. sæti 50 m skriðsund (Íslandsmet)

Sonja Sigurðardóttir, S5 (flokkur hreyfihamlaðra)
12. sæti 50 m baksund
15. sæti 100 m skriðsund

Hjörtur Már Ingvarsson, S5 (flokkur hreyfihamlaðra)
12. sæti 100 m skriðsund
12. sæti 200 m skriðsund (Íslandsmet bæði í 200 m og 100 m)
16. sæti 50 m skriðsund (Íslandsmet)

Anna Kristín Jensdóttir, SB5 (flokkur hreyfihamlaðra
9. sæti 100 m bringusund (Íslandsmet)

Jón Margeir Sverrisson, S14 (flokkur þroskaheftra)
15. sæti 200 m skriðsund
14. sæti 100 m baksund
18. sæti 100 m bringusund

Ragnar Ingi Magnússon, S14 (flokkur þroskaheftra)
18. sæti 100 m baksund
28. sæti 200 m skriðsund
28. sæti 100 m bringusund

Aníta Ósk Hrafnsdóttir, S14 (flokkur þroskaheftra)
17. sæti 100 m baksund
19. sæti 100 m bringusund
22. sæti 200 m skriðsund

Kolbrún Alda Stefánsdóttir, S14 (flokkur þroskaheftra)
13. sæti 200 m skriðsund
13. sæti 100 m bringusund
14 .sæti 100 m baksund

Ljósmynd/ Frá Pieter Van Den Hogenband sundhöllinni í Hollandi þar sem HM fór fram.