Opna danska meistaramótið í frjálsum íþróttum


Nú um helgina mun Baldur Ævar Baldursson taka þátt í opna danska meistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fer í Fredriksberg í Kaupmannahöfn.

Baldur Ævar, sem keppir í flokki hreyfihamlaðra T37, mun á mótinu taka þátt í langstökki, kúluvarpi og spjótkasti. 

Þátttaka Baldurs Ævars á móti þessu er  lokatilraun hans til þess að ná tilskyldum lágmörkum á HM fatlaðra í frjálsum íþróttum sem fram fer á Nýja-Sjálandi í janúarmánuði n.k.