Eyþór í úrslit og Íslandsmet hjá Hirti


Í morgun syntu í undanrásum á HM fatlaðra í sundi þeir Eyþór Þrastarson í 400 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Hjörtur Már Ingvarsson í 200 m skriðsundi flokki hreyfihamlaðra (S5).

Eyþór synti sig inn í úrslit, synti á tímanum 5:12.77 mín sem er 7. besti tíminn inn í úrslitin.Besti tími Eyþórs er 5:06.67 mín sem gefur von um í úrslitasundinu bæti hann tíma sinn frá því í morgun.

Hjörtur már hafnaði í 12. sæti í sínum flokki S5, synti á tímanum 3:35.65 mín sem er nýtt Íslandsmet auk þess sem millitími hans eftir 100 m, 1:40.643 var einnig Íslandsmet í þessum flokki.