Fjórði keppnisdagur HM fatlaðra í sundi – Eyþór með Íslandsmet


Á fjórða keppnisdegi HM fatlaðra í sundi kepptu í undanrásum í morgun þau Eyþór Þrastarson í 50 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Jón Margeir Sverrison, Rangar Ingi Magnússon, Aníta Ósk Hrafnsdóttir og Kolbrún Alda Stefánsdóttir í 100 m bringusundi í flokki S14 (flokki þroskaheftra).

Í skriðsundinu hafnaði Eyþór í 16. sæti á tímanum á nýju Íslandsmeti 30.62 sek en gamla metið 30.86 sek átti hann sjálfur.

Í bringusundinu hafnaði Jón Margeir í 18. sæti á tímanum 1:21.98 mín og Ragnar Ingi í 28. sæti á tímanum 1:42.45 mín.

Í kvennaflokki, S14 hafnaði Kolbrún Alda í 13. sæti á tímanum 1:36.53 mín og Aníta Ósk í 19. sæti á tímanum 1:47.61 mín.

Á morgun keppa þeir Eyþór Þrastarson í 400 m skriðsundi flokki S11 (flokki blindra) og Hjörtur Már Ingvarsson í 200 m skriðsundi flokki hreyfihamlaðra (S5)