Nú eru aðeins þrír dagar þar til Heimsmeistaramót fatlaðra í sundi verður formlega sett í Eindhoven í Hollandi.
Setningarathöfnin, fer fram að kvöldi 14. ágúst í glæsilegri innilaug sem kennd er við fræknasta sundmann Hollendinga, Pieter van den Hoogenband.
Sundkeppnin hefst 15. ágúst og lýkur þann 21. ágúst. Undanrásir hefjast hvern dag kl. 09:00 að hollenskum tíma og úrslit kl. 17:00.
Mögulegt er að fylgjast em mótinu á heimasíðu mótsins www.wcswimming2010.com á www.facebook.com/IPCSwimming og opinberri vefsjónvarpsstöð IPC (Alþjóðaólympíuhreyfingar fatlaðra) www.paralympicsport.tv
Nánar