Íslandsleikar Special Olympics frjálsum íþróttum og knattspyrnu


Íslandsleikar Special Olympics í frjálsum íþróttum og knattspyrnu verða haldnir 25. september n.k. í Kaplakrika í Hafnarfirði en leikarnir eru haldnir í samvinnu við frjálsíþróttadeild og knattspyrnudeild FH.

Drög að dagskrá:

Kl. 09.30  Upphitun, knattspyrna
Kl. 10.00  Keppni hefst í knattspyrnu
Kl. 12.30  Keppni lokið í knattspyrnu
Kl. 12.30  HLÉ
Kl. 13.00  Upphitun, frjálsar
Kl. 13.30  Keppni hefst 100 m hlaup,  karlar og konur, undankeppni
Kl. 14.00  Langstökk, karlar og konur, undankeppni.
Kl. 14.30  Úrslit 100 m hlaup, karlar og konur
Kl. 14.50  Úrslit langstökk, karlar og konur
Kl. 15.30  Keppni lokið í frjálsum

Í knattspyrnu eru keppendur á öllum aldri, blönduð lið karla og kvenna og skipt verður í flokka getumeiri og getuminni.Athygli er vakin því að skrá þarfkeppendur í annanhvorn flokkinn, þannig að keppnin verði sem jöfnust og áskilur undirbúningsnefnd sér að geta fært lið milli flokka reynist þau ekki rétt flokkuð.

Skráningafrestur er til 10. september n.k. en frekari upplýsingar um leikana má fá á skrifstofu ÍF if@isisport.is og hjá astakata@fss.is

Öll verðlaun til Íslandsleikanna eru gefin af Íslandsbanka sem er aðalstyrktaraðil Special Olympics á Íslandi