Unglingalandsmót UMFÍ


Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið í Borgarnesi 29. júlí - 1. ágúst.Unglingalandsmót UMFÍ eru vímuefnalaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin eru árlega um verslunarmannahelgina.Mótin eru haldin á mismunandi stöðum ár frá ári en töluverð uppbygging íþróttamannvirkja hefur átt sér stað samhliða mótunum. Fyrsta Unglingalandsmótið var haldið á Dalvík árið 1992.

Aldurstakmörk þátttakenda til að keppa á mótunum eru 11 – 18 ára.Allir sem eru innan þessara marka geta tekið þátt í mótinu, óháð búsetu eða þátttöku í íþróttum, allir geta verið með.

Þátttaka á Unglingalandsmótunum hefur farið vaxandi og eru keppendur um 1.500 talsins.Mótsgestir hafa verið um og yfir 10.000

Sjá heimasíðu: http://www.umfi.is/umfi/unglingalandsmot/