Ungir til athafna: Thelma Ólafsdóttir


Síðustu tvo mánuði hefur Thelma Ólafsdóttir unnið hörðum höndum við hin ýmsu verkefni á vegum Íþróttasambands fatlaðra. Thelma kom til ÍF í verkefninu Ungir til athafna sem er á vegum Vinnumálastofnunar og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands.

Meðal verkefna Tehlmu hefur verið endurskipulagning á hinum ýmsu gögnum ÍF s.s. úrslitum móta, ritaskrá, myndaskrá og hin ýmsu tilfallandi verkefni.

Verkefnið var ÍF afar kærkomið enda mörg verk sem gangast þarf í á skrifstofunni sem og utan hennar og það gerði Thelma af röggsemi og ráðvendni og kann ÍF henni bestu þakkir fyrir.

Ljósmynd/ Thelma önnum kafin á skrifstofunni.