Minningarmót um Hörð Barðdal


Golfsamtök fatlaðra á Íslandi munu standa að púttmóti í minningu Harðar Barðdal þriðjudaginn 13. júlí næstkomandi kl. 18:00. Hörður var ötull forvígismaður golfíþróttar fatlaðra á Íslandi og gengdi formennsku hjá GSFÍ til dauðadags. Þá var Hörður á meðal fyrstu afreksíþróttamanna landsins í röðum fatlaðra og fyrrum stjórnarmaður hjá Íþróttasambandi fatlaðra.

Mótið fer fram á púttvellinum við Hraunkot (GK) í Hafnarfirði og hefst stundvíslega kl. 18.00 Skráning fer fram á annak@isisport.is en einnig er hægt að skrá sig á staðnum við komu.

Keppt verður í tveimur flokkum, flokkum ófatlaðra og fatlaðra og veitt verðlaun í báðum flokkum. Sigurvegari í flokki fatlaðra fer svo heim með veglegan farandbikar en stefnt er að því að gera mótið að árlegum viðburði.

Allar nánari upplýsingar má fá á skrifstofu Íþróttasambands fatlaðra í síma 514 4080 eða með töluvpósti á if@isisport.is

Ljósmynd/ Hörður Barðdal heitinn við púttvöllinn í Hraunkoti í Hafnarfirði.