14 sundmenn á Opna þýska


Dagana 17.-20. júní fer fram opna þýska meistaramótið í sundi og mun Ísland tefla fram 14 sundmönnum á mótinu. Margir sundmannanna freista þess að ná lágmörkum fyrir Heimsmeistaramótið í sundi sem fram fer í Hollandi í ágústmánuði. Íslenski hópurinn hélt út í dag og er væntanlegur aftur heim 21. júní.
 
Íslenska hópinn skipa eftirtaldir sundmenn:

Adrian Erwin
Aníta Ósk Hrafnsdóttir
Anna Kristín Jensdóttir
Bjarndís Sara Breiðfjörð
Hjörtur Már Ingvarsson
Kolbrún Alda Stefánsdóttir
Pálmi Guðlaugsson
Ragnar Ingi Magnússon
Sonja Sigurðardóttir
Thelma Björg Björnsdóttir
Guðmundur Hermannsson
Vilhelm Hafþórsson
Jón Margeir Sverrisson
Eyþór Þrastarson

Þjálfarar og aðstoðarmenn í ferðinni eru:
Kristín Guðmundsdóttir – landsliðsþjálfari
Ingi Þór Einarsson – formaður Sundnefndar ÍF
Helena Hrund Ingimundardóttir  - þjálfari
Ludvig Guðmundsson – læknir
Hafdís Aðalsteinsdóttir – aðstoðarmaður
Hjördís Klara Hjartardóttir - aðstoðarmaður

Ljósmynd/ Eyþór Þrastarson er á meðal keppenda á Opna þýska meistaramótinu en Eyþór keppir í flokki S11, flokki blindra.