60 keppendur á bikarmóti ÍF


Bikarmót Íþróttasambands fatlaðra í sundi fer fram á Akureyri á morgun, þann 12. júní. Upphitun hefst kl. 11:00 í Akureyrarlaug og mótið sjálft hefst kl. 12:00.

Fjörður á titil að verja en félagið vann mótið fyrir Norðan í fyrra.

Að þessu sinni eru 60 keppendur skráðir til leiks frá 4 aðildarfélögum ÍF. Gisting verður í Brekkuskóla sem er staðsettur við hlið sundlaugarinnar.

Þar sem mótið fer fram í útilaug segir spáin fyrir morgundaginn að von sé á 13 stiga hita, alskýjað og nánast logn eða um 3 m/s.