Bikarkeppni ÍF í sundi á Akureyri 12. júní


Nú er komið að bikarkeppni ÍF í sundi. Mótið verður á Akureyri laugardaginn 12. júní. Upphitun hefst kl. 11:00 og mótið 12:00. Mótið ætti ekki að taka nema um tvo tíma til þrjá tíma. Reglurnar í ár eru þær sömu og fyrri ár. Hver keppandi má mest keppa í þremur greinum og hvert félag má mest senda tvo keppendur í hverja grein til stiga. Stigin eru svo reiknuð út frá heimsmeti í flokki viðkomandi sundmanns. Hins vegar mega eins margir keppa í eins mörum greinum og þeir vilja á mótinu. Það þarf bara að koma skýrt fram hver er til stiga í hverri grein.

Keppt verður í eftirfarandi greinum:
1. Grein 200 m skrið karla
2. Grein 200 m skrið kvenna
3. Grein 50 m bak karla
4. Grein 50 m bak kvenna
5. Grein 100 bringa karla
6. Grein 100 bringa kvenna
7. Grein 50 flug karla
8. Grein 50 flug kvenna
9. Grein 100 m skrið karla
10. Grein 100 m skrið kvenna
11. Grein 100 m bak karla
12. Grein 100 m bak kvenna
13. Grein 50 bringa karla
14. Grein 50 bringa kvenna
15. Grein 100 fjór karla
16. Grein 100 fjór kvenna
17. Grein 50 skrið karla
18. Grein 50 skrið kvenna

Mikilvægt er að það komi skýrt fram í hvaða flokkum sundmennirnir eru. Ef sundmennirnir hafa ekki verið flokkaðaðir formlega verður einnig að geta þess í skráningu. Skráningum skal skilað til Inga Þórs issi@islandia.is síðastalagi mánudaginn 7. júní. Þá hafa ítargögn ásamt Hy-Tek skrá mótsins verið send til aðildarfélaga, þeir sem ekki hafa fengið þessi gögn geta nálgast þau hjá skrifstofu ÍF á if@isisport.is