Andlát: Össur Aðalsteinsson


Góður félagi og mikill velgjörðamaður Íþróttasambands fatlaðra, Össur Aðalsteinsson lést hinn 13. maí sl.

Leiðir Össurar og Íþróttasambands fatlaðra lágu saman í gengum störf hans fyrir Kiwanisklúbbinn Esju en klúbburinn gaf m.a. um áratuga skeið öll verðlaun til Íslandsmóta ÍF.  Var Össur þá oftar en ekki mættur til þess að veita verðlaun enda allt íþróttastarf fatlaðra honum mjög hugleikið. Össur var um áratuga  skeið félagsmaður klúbbsins og m.a. forseti hans starfsárið 1974 – 1975.  Össur gaf bikar í minningu konu sinnar Guðrúnar Pálsdóttur sem nefndur var Guðrúnarbikarinn. Í reglugerð um bikarinn segir að hann skuli ár hvert veittur árlega í 10 ár þeirri konu sem starfað hefur sérlega vel í þágu fatlaðs íþróttafólks. Þannig var Össur öflugur hvatamaður að eflingu íþrótta fatlaðra og honum hér með þakkaður ómetanlegur stuðningur við íþróttir fatlaðra.

Blessuð sé minning Össurar Aðalsteinssonar

Efri mynd: Össur ásamt Ernu Maríusdóttur, keiluþjálfara hjá Ösp, við afhendingu Guðrúnarbikarsins.
Neðri mynd: Össur Aðalsteinsson