Jón Margeir með besta afrekið á Asparmótinu


Um síðustu helgi fór fram 30 ára afmælismót Aspar í innilauginni í Laugardal. Á mótinu voru sett fimm Íslandsmet í sundi og keppt var um nýja bikar sem Kiwanisklúbburinn Elliði gaf til mótsins.

Nýja bikarinn fékk sundmaðurinn Jón Margeir Sverrisson fyrir besta afrek mótsins er hann fékk 781 stig fyrir 50m. flugsund, Jón Margeir syndir fyrir Ösp og Fjölni.

Ljósmynd/ Jón Margeir ásamt fulltrúum Kiwanisklúbbsins Elliða