Alþjóðlegt hjólastólarallí á Íslandi!


Á alþjóða MND deginum!

Staður: Thorsplan í Hafnarfirði og næsta nágrenni.

Dagur: Sunnudaginn 20. Júní 2010.

Stund: 14:00-? Fer alveg eftir fjölda.

Keppnisflokkar:
A. Rafmagnshjólastólar.
B. Handknúnir stólar.
C. Stjörnuflokkur á handknúnum stólum (vanir rallí ökumenn og „frægir“ einstaklingar.)

Þau sem þarfnast aðstoðar manns til að komast á leiðarenda eru að sjálfsögðu velkomin. Markmiðið er að hafa gaman af lífinu og njóta dagsins saman.

Verðlaun: Bikarar fyrir a og b flokk. Allir fá þátttökuverðlaun auk drykkja.

Að rallinu loknu munu verða tónleikar á planinu til kl. 18:00. Veltibíllinn verður á staðnum.

Allir eru velkomnir og enginn aðgangseyrir eða þátttökugjöld.

Vegna undirbúnings er fólk beðið að skrá sig til þátttöku á netfangið gudjon@mnd.is eða í S. 823 7270

Fjölmennum og brosum saman.
MND félagið á Íslandi